Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lithárnir í áframhaldandi gæsluvarðhald
Miðvikudagur 11. nóvember 2009 kl. 13:07

Lithárnir í áframhaldandi gæsluvarðhald


Litháarnir fimm, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmáls, voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. desember eða í þrjár vikur að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. Íslenskur vinnuveitandi þeirra sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna málsins verður sleppt úr haldi í dag. Ekki þótti ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi.

Mennirnir fimm eru taldir tengjast skipulagðri glæpastarfsemi af ýmsu tagi. Rannsókn á málinu hófst fyrir nokkrum vikum í framhaldi af komu ungrar konu frá Litháen hingað til lands en talið er að henni hafi verið ætlað að stunda vændi hér á landi. Umfang lögreglurannsóknarinnar hefur aukist talsvert á þessum vikum og teygir anga sína víða.

Mennirnir hafa kært úrskurðinn til hæstaréttar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024