Lithái tekinn með tvær flöskur af brennisteinssýru í Leifsstöð
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli ákærði í gær Litháa sem handtekinn var í Leifsstöð í vikunni með tvær flöskur af brennisteinssýru. Málið er hið fyrsta sinnar tegundar hjá sýslumanni sem telur það endurspegla tengsl innlends fíkniefnaheims við skipulögð glæpasamtök erlendis. Ennfremur telur Jóhann R. Benediktsson sýslumaður það til marks um að amfetamínframleiðsla sé stunduð hér á landi þar sem brennisteinssýra er nauðsynlegt efni í framleiðsluferlinu. Sé því reynt að útvega efnið erlendis og koma því til landsins á þennan hátt. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Hinn grunaði var tekinn í tollskoðun við komuna frá Kaupmannahöfn á mánudag en við leit fannst ekkert grunsamlegt í fórum hans. Efir að hefðbundin leit bar ekki árangur var engu að síður ákveðið að skoða nánar tvær áfengisflöskur sem ferðamönnum er alla jafna heimilt samkvæmt tollkvóta að taka með sér inn í landið. Ákveðið var að vigta sambærilegar flöskur og bera þyngd þeirra saman við flöskur mannsins. Kom þá í ljós að flöskurnar hans voru óeðlilega þungar. Á þeim tímapunkti var ákveðið að rjúfa innsiglið og opna þær en við bráðabirgðakönnun innihaldsins kom þó ekki í ljós nein fíkniefnasvörun. Manninum var þá sleppt en innihaldið sent Rannsóknastofu HÍ í lyfjafræði til frekari greiningar. Þar kom í ljós að um brennisteinssýru var að ræða. Haft var þá uppi á manninum og hann handtekinn af lögreglu á föstudag og úrskurðaður í farbann samdægurs.
Neitaði sök við þingfestingu
Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness neitaði hann sök af ákæru fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann tjáði lögreglu að hann hafi keypt flöskurnar í Póllandi.
Jóhann R. Benediktsson telur, í samtali við Morgunblaðið, málið grafalvarlegt og fordæmislaust. „Okkur grunar sterklega að brennisteinssýran hafi átt að fara inn í landið til innlendrar amfetamínframleiðslu og það gefur skýra vísbendingu um að skipulögð amfetamínframleiðsla hafi verið að skjóta rótum," segir hann.
„Brennisteinssýra er á bannlista og til að flytja hana inn þarf innflutningsleyfi. Það hlýtur að búa glæpsamlegur tilgangur að baki því að leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni við að smygla tveimur flöskum af þessu efni til landsins. Sá lærdómur sem mætti draga af þessu máli er e.t.v. sá að breytingar séu að verða á fíkniefnaheiminum með því að menn eru farnir að forðast tollaeftirlit og draga þannig úr smygli á fíkniefnunum sjálfum en reyna þess í stað að færa framleiðsluna inn í landið."
Málflutningur í málinu fer fram á þriðjudag í héraðsdómi.
Einn lítri af brennisteinssýru kostar 1845 krónur í Skólavörubúðinni, Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Kaup á slíkum vökva eru hins vegar háð skilyrðum.
Hinn grunaði var tekinn í tollskoðun við komuna frá Kaupmannahöfn á mánudag en við leit fannst ekkert grunsamlegt í fórum hans. Efir að hefðbundin leit bar ekki árangur var engu að síður ákveðið að skoða nánar tvær áfengisflöskur sem ferðamönnum er alla jafna heimilt samkvæmt tollkvóta að taka með sér inn í landið. Ákveðið var að vigta sambærilegar flöskur og bera þyngd þeirra saman við flöskur mannsins. Kom þá í ljós að flöskurnar hans voru óeðlilega þungar. Á þeim tímapunkti var ákveðið að rjúfa innsiglið og opna þær en við bráðabirgðakönnun innihaldsins kom þó ekki í ljós nein fíkniefnasvörun. Manninum var þá sleppt en innihaldið sent Rannsóknastofu HÍ í lyfjafræði til frekari greiningar. Þar kom í ljós að um brennisteinssýru var að ræða. Haft var þá uppi á manninum og hann handtekinn af lögreglu á föstudag og úrskurðaður í farbann samdægurs.
Neitaði sök við þingfestingu
Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness neitaði hann sök af ákæru fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann tjáði lögreglu að hann hafi keypt flöskurnar í Póllandi.
Jóhann R. Benediktsson telur, í samtali við Morgunblaðið, málið grafalvarlegt og fordæmislaust. „Okkur grunar sterklega að brennisteinssýran hafi átt að fara inn í landið til innlendrar amfetamínframleiðslu og það gefur skýra vísbendingu um að skipulögð amfetamínframleiðsla hafi verið að skjóta rótum," segir hann.
„Brennisteinssýra er á bannlista og til að flytja hana inn þarf innflutningsleyfi. Það hlýtur að búa glæpsamlegur tilgangur að baki því að leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni við að smygla tveimur flöskum af þessu efni til landsins. Sá lærdómur sem mætti draga af þessu máli er e.t.v. sá að breytingar séu að verða á fíkniefnaheiminum með því að menn eru farnir að forðast tollaeftirlit og draga þannig úr smygli á fíkniefnunum sjálfum en reyna þess í stað að færa framleiðsluna inn í landið."
Málflutningur í málinu fer fram á þriðjudag í héraðsdómi.
Einn lítri af brennisteinssýru kostar 1845 krónur í Skólavörubúðinni, Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Kaup á slíkum vökva eru hins vegar háð skilyrðum.