Litháar í fimm ára fangelsi
Fimm Litháar voru í dag dæmdir í 5 ára fangelsi hver fyrir mansal. Íslendingur, sem einnig var ákærður í málinu, var hins vegar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið með rannsókn málsins
Mönnunum var meðal annars gefið að sök að hafa brotið gegn 19 ára litháenskri stúlku og hún hafi verið beitt ólögmætri nauðung, frelsissviptingu og ótilhlýðilegri aðferð áður en og þegar hún var send til Íslands, sem og í meðförum mannanna, sem tóku við stúlkunni hér á landi, fluttu hana og hýstu í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega.
Dómurinn var kveðinn upp fyrir luktum dyrum en dómhaldið var lokað að kröfu réttargæslumanns litháensku stúlkunnar.