Listi gegn sitjandi stjórn boðinn fram
Annar listi þriggja manna verður boðinn fram á Aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík í dag gegn sitjandi stjórn. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa aðilar sem hafa yfir að ráða nokkrum hluta stofnfjár Sparisjóðsins í Keflavík ákveðið að bjóða fram listann og fóru jafnframt fram á hlutfallskosningu á fundinum.
Bemedikt Sigurðsson, fráfarandi formaður stjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Þorsteinn Erlingsson hefur tekið hans sæti en hann var fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórninni. Auk Þorsteins eru í framboði hjá sitjandi stjórn Karl Njálsson úr Garði og Eðvarð Júlíussson úr Grindavík. Hinn listinn er skipaður Eysteini Jónssyni, Reyni Ólafssyni og Sigurði Garðarssyni.
Bemedikt Sigurðsson, fráfarandi formaður stjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Þorsteinn Erlingsson hefur tekið hans sæti en hann var fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórninni. Auk Þorsteins eru í framboði hjá sitjandi stjórn Karl Njálsson úr Garði og Eðvarð Júlíussson úr Grindavík. Hinn listinn er skipaður Eysteini Jónssyni, Reyni Ólafssyni og Sigurði Garðarssyni.