Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 12. mars 2004 kl. 10:34

Listi gegn sitjandi stjórn boðinn fram

Annar listi þriggja manna verður boðinn fram á Aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík í dag gegn sitjandi stjórn. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa aðilar sem hafa yfir að ráða  nokkrum  hluta stofnfjár Sparisjóðsins í Keflavík ákveðið að bjóða fram listann og fóru jafnframt fram á hlutfallskosningu á fundinum.
Bemedikt Sigurðsson, fráfarandi formaður stjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Þorsteinn Erlingsson hefur tekið hans sæti en hann var fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórninni. Auk Þorsteins eru í framboði hjá sitjandi stjórn Karl Njálsson úr Garði og Eðvarð Júlíussson úr Grindavík. Hinn listinn er skipaður Eysteini Jónssyni, Reyni Ólafssyni og Sigurði Garðarssyni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024