Listaverki stolið frá Byggðasafninu í Garði
Lögreglu var í dag tilkynnt um þjófnað á listaverki úr húsnæði því sem hýsir Byggðasafnið í Garði og veitingastaðinn Flösina við Garðskagavita í Garði. Verkið er eftir listamanninn Björn Björnsson úr Njarðvík sem er með nokkur verk til sýnis í húsinu. Hvafið uppgötvaðist í gær en verkið mun hafa verið á sínum stað, við anddyrið, aðfararnótt sunnudagsins. Verkið er 40 cm hátt trélistaverk er útskurður af þorski, ýsu og steinbíti.