Listaverk sett upp á DUUS-torgi
Á DUUS-torgi er verið að setja niður listaverk eftir Stefán Geir Karlsson sem nefnist Strengjastóll. Fyrirmynd listaverksins er strengjastóll á Kontrabassa og verður verkið lýst upp með gulum, rauðum, grænum og bláum ljósum. Stefán segir að tónlistarmenn hafi oft sagt að hver strengur hafi ákveðinn lit, en að þeim hafi ekki tekist að sýna fram á það. „Með þessu verki hefur mér tekist að sýna fram á litina í strengjunum,“ segir Stefán.
Yfirlitssýning Stefáns Geirs verður opnuð klukkan 17 á morgun í Listasafni Reykjanesbæjar, en á sýningunni eru verk sem spanna 25 ára listamannsferil Stefáns. Í bátasafninu má einnig sjá kokkteilstaup af stærri gerðinni, en staupið er með upplýst kokkteilber á stöng og tekur um 4 tonn af kokkteil.
VF-ljósmynd: Stefán Geir Karlsson og Ísleifur Friðriksson JPB blikksmiðju, en hann smíðaði verkið.
Yfirlitssýning Stefáns Geirs verður opnuð klukkan 17 á morgun í Listasafni Reykjanesbæjar, en á sýningunni eru verk sem spanna 25 ára listamannsferil Stefáns. Í bátasafninu má einnig sjá kokkteilstaup af stærri gerðinni, en staupið er með upplýst kokkteilber á stöng og tekur um 4 tonn af kokkteil.
VF-ljósmynd: Stefán Geir Karlsson og Ísleifur Friðriksson JPB blikksmiðju, en hann smíðaði verkið.