Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Listaverk kvenna munu prýða þrjú hringtorg
Fimmtudagur 10. janúar 2008 kl. 11:07

Listaverk kvenna munu prýða þrjú hringtorg

Umhverfisnefnd Grindavíkurbæjar hefur valið þrjú listaverk sem prýða munu jafnmörg hringtorg í bænum. Nefndinni bárust alls 33 tillögur.
Tillögurnar voru senda inn undir dulnefni og í ljós kom að Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir átti tvær þeirra sem valdar voru en verkin bera heitin Afl og Segl. Þriðja verkið á svo Linda Oddsdóttir en það ber heitið Orka.  Það verða því listaverk kvenna sem prýða munu hringtorgin þrjú og gleðja augu vegfarenda í framtíðinni. Afl og Segl verða á Hópsbraut og Orka á Víkurbraut.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024