Listasýning í FS
Í anddyri Fjölbrautarskóla Suðurnesja má sjá nokkur sýnishorn af verkum nemenda á vorönn 2005. Þar má meðal annars sjá ýmsar greiðslur eftir nema í hárgreiðslu, fatnað, skó og töskur eftir nema í fatagerð auk fjölda mynda eftir nemendur í myndlist.
Þá má sérstaklega hrósa nemum í fatagerð fyrir frábærar útfærslur á ull. Bæði má sjá dæmi þess að unnið sé með ullina á hefðbundinn hátt sem og verið sé að þæfa hana í flíkur, töskur og inniskó.
Þá er forvitnilegt að skoða framför nemenda, en verk myndlistarnema eru borin saman frá upphafi annarinnar og að lokum hennar. Munurinn á verkunum er sláandi.
Eru allir sem eiga leið hjá skólanum hvattir að staldra við og skoða sýninguna. Um er að ræða mjög vönduð verk sem augljóst er að mikil vinna hefur farið í.
VF-myndir/Margrét