Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Listaskóli barnanna vinsæll
Miðvikudagur 30. júní 2004 kl. 12:53

Listaskóli barnanna vinsæll

Það er nokkuð langt síðan fiskilyktin hvarf úr Svarta Pakkhúsinu – nú leggur málningarlykt um loftið og menningin blómstrar svo sannarlega í húsunum. Þar er nú starfræktur listaskóli barna í Reykjanesbæ sem Leikfélag Keflavíkur og Félag myndlistarmanna standa að ásamt Reykjanesbæ.
Námskeiðin eru tvískipt og fást hóparnir bæði við myndlist og leiklist. Málað er í Svarta Pakkhúsinu og leikið er í Frumleikhúsi.

Hverju námskeiði lýkur með listahátíð barna og á morgun verður slík hátíð haldin í Frumleikhúsinu og hefst klukkan 16:00.

Næsta námskeið hefst mánudaginn 5. júlí og stendur til 23. júlí. Námskeiðin eru ætluð fyrir börn á aldrinum 7-13 ára. Skráning er í síma 861-5243.

 

 

 

 

 

 

Myndirnar: Hópar á myndlistar- og leiklistarnámskeiðum listaskóla barna í Reykjanesbæ. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024