Listahátíð barna gekk vel
Á föstudaginn var haldin Listahátíð barna í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Þar voru á ferðinni nemendur og kennarar úr Listaskóla barna sem rekinn hefur verið í sumar og voru þetta uppskerulok á fyrra námskeiðinu. Listaskóli barna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Leikfélags Keflavíkur og Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Kennarar við skólann eru tveir, Thelma Björk Jóhannesdóttir myndlistarkennari og Víðir Guðmundsson nemandi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Á listahátíðinni mátti sjá fjölbreytilega myndlist, dansa og leikþætti og skemmtu gestir sér hið besta. Næsta námskeð í Listaskólanum hefst í dag, mánudaginn 5. júlí.