Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionsmenn styrkja 12 þrepa hús
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 15:19

Lionsmenn styrkja 12 þrepa hús

Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkti nýverið Líknarfélagið Skjöld með 150.000 krónum. Líknarfélagið Skjöldur rekur 12 sporahúsið, Sober House, á Skólavörðustígnum í Reykjavík, sem er meðferðar- og áfangaheimili fyrir illa farna fíkniefna- og áfengisneytendur. Árangur þar er með miklum ágætum en rekstartekjur af skornum skammti. Heimilið hefur, m.a. í samvinnu við lögregluna í Keflavík, tekið við ungum fíkniefnaneytendum með stuttum fyrirvara. Þar hefur tíminn skipt máli, enda hugur neytenda oft hverfull.

Lionsklúbbur Njarðvíkur minnir á að framundan er Jólahappdrætti félagsins, en hagnaður þess rennur óskiptur til líknamála.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024