Lionsmenn í Garði gefa hjálma
Félagar í Lionsklúbbnum Garði afhentu nemendum í 2. bekk Gerðaskóla reiðhjólahjálma í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að lionsmenn gefi sjö ára börnum hjálma á vorin áður en þau taka út reiðhjólin sín. Börnin fengu líka heimsókn frá lögreglunni sem fræddi þau um nauðsyn þess að nota hjálm og sýndi þeim hvernig á að nota þá rétt.