Lionsmenn gáfu 600 þúsund til Velferðarsjóðs
Á jólafundi Lionsklúbbs Njarðvíkur á dögunum var samþykkt að leggja kr. 600 þús. í Velferðarsjóð Suðurnesja. Stjórnarmenn og formaður líknarnefndar klúbbsins komu með framlagið í Keflavíkurkirkju þar sem því var veitt viðtaka.
Á myndinni tekur sóknarpresturinn í Keflavíkurkirkju við þessari rausnarlegu gjöf fyrir hönd sjóðsins. Á myndinni eru, Skúli S. Ólafsson, Hafsteinn Ingibergsson, Reynir Ólafsson og Gunnar Örn Gunnarsson.