Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionsklúbburinn Freyja og Rauði krossinn á Suðurnesjum styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja
Laugardagur 10. desember 2022 kl. 14:15

Lionsklúbburinn Freyja og Rauði krossinn á Suðurnesjum styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja

Lionsklúbburinn Freyja í Keflavík afhenti á dögunum sína árlegu styrki til annars vegar Velferðarsjóðs Suðurnesja og hins vegar til Rauða krossins á Suðurnesjum. Við sama tækifæri afhenti Rauði krossinn á Suðurnesjum framlag sitt til Velferðarsjóðs Suðurnesja, sem hefur verið í umsjón Keflavíkurkirkju til margra ára.

Á myndunum eru fyrir hönd Lionsklúbbsins Freyju þær Magnúsína Guðmundsdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir og Inga Guðmundsdóttir. Fyrir hönd Rauða krossins á Suðurnesjum er Herbert Eyjólfsson formaður og frá Velferðarsjóði Suðurnesja er Kjartan Ingvarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024