Lionsklúbbur styrkir fátækar stúlkur í Afríku til náms
Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur samþykkt að veita ungum fátækum stúlkum í Malawi í Afríku aðstoð til að stunda framhaldsnám. Mun klúbburinn leggja fram 600 þúsund krónur til þessa verkefnis á næstu þrem árum. Gert er ráð fyrir því að 20 stúlkur geti stundað framhlaldsnám á ári fyrir þessa upphæð. Styrkurinn gengur til að greiða skólagjöld, skólaklæðnað, fæði, húsnæði og ferðakostnað.Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur samþykkt að finna nemendur og velja skóla fyrir þessar stúlur og fylgkjast með framgangi námsins. Guðrún Haraldsdóttir mannfræðingur og starfsmaður ÞSSÍ í Malawi mun annast um framkvæmdina og gefa skýrslu um árangurinn árlega. ÞSSÍ leggur sína vinnu fram lionsklúbbnum að kostnaðarlausu svo fjármunirnir nýtast
óskiptir til styrkþega.
óskiptir til styrkþega.