Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:38

LIONSKLÚBBUR OG KVENFÉLAG GRINDAVÍKUR GEFA STÓRGJAFIR TIL HEILSUGÆSLUNNAR Í GRINDAVÍK

Lionsklúbbur Grindavíkur afhenti Heilsugæslustöðinni í Grindavík í síðustu viku skoðunarbekk, stafræna ungbarnavog og tvö eyrna- og augnskoðunartæki ásamt fylgihlutum. Andvirði gjafarinnar er um 350 krónur. Kvenfélag Grindavíkur lét ekki sitt eftir liggja og gaf þroskapróf fyrir börn og blóðskilvindu að andvirði 255 þúsund krónur. Jörundur Kristinsson yfirlæknir og Sólveig Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri tóku við gjöfunum og þökkuðu fyrir hönd Heilsugæslunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024