Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionsklúbbar gáfu píanó á Hrafnistu
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 09:32

Lionsklúbbar gáfu píanó á Hrafnistu

Nýtt rafmagnspíanó hefur verið tekið í gagnið á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Píanóið mun nýtast vel við athafnir á heimilinu en prestarnir á Suðurnesjum halda reglulega athafnir á Hrafnistu og hefur vantað hljóðfæri til undirleiks við söng. Þá er píanóið öllum til afnota sem vilja leika á það fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Nesvöllum.
 
Það eru Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionsklúbburinn Æsa sem gáfu hljóðfærið sem séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, tók formlega í notkun en hann virkjaði Lionsfólkið í söng við afhendingu hlóðfærisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024