Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionsbíllinn í Njarðvíkurnar
Föstudagur 27. desember 2002 kl. 17:10

Lionsbíllinn í Njarðvíkurnar

Vilmundur Magnússon í Njarðvík hlaut fyrsta vinning í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur og varð Peugeot 206 ríkari. Vinningurinn var formlega afhentur í dag en hann koma á miða númer 960. Ingólfur Bárðarson hjá lionsklúbbnum sagði í samtali við Víkurfréttir að þátttaka hafi verið mjög góð í happdrættinu og allir miðarnir selst og í raun hafi verið eftirspurn eftir fleiri miðum.Aukavinningar voru einnig dregnir út. Vinningsnúmerin má nálgast á símsvara með því að hringja í númerið 878 1898

Myndin: Frá afhendingu bílsins í happdrættinu í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024