Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lions gaf alþjóðasveitinni rafstöðvar
Föstudagur 5. febrúar 2010 kl. 10:13

Lions gaf alþjóðasveitinni rafstöðvar

Í gær komu fulltrúar Lionshreyfingarinnar á Íslandi færandi hendi til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hreyfingin ákvað að gefa 1.000.000,- kr. til kaupa á tveimur rafstöðvum fyrir Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina en slíkar rafstöðvar eru meðal þess búnaðar sveitarinnar sem skilinn var eftir á Haiti þegar sveitin fór til hjálparstarfa þar. Þessi höfðinglega gjöf kemur úr hjálparsjóði Lions hreyfingarinnar á Íslandi og er þetta sameiginlegt verkefni 93 Lionsklúbba landsins. Þess má geta að Lions hreyfingin á heimsvísu hefur verið afar öflug í stuðningi sínum við hjálparstarf á Haiti.


Við þetta tækifæri sagði Gísli Rafn að afar mikilvægt væri að koma sveitinni sem fyrst í útkallshæft form og að stuðningur og velvilji sem þessi skipti þar miklu máli. Einnig ræddi hann um það uppbygginarstarf sem framundan er á Haiti og mun standa yfir næstu árin. Sagði hann að alþjóðleg félagasamtök, á borð við Lions hreyfinguna, spiluðu þar stórt hlutverk, ekki síst með því að styðja vel við bakið á sínu félagsfólki á hamfarasvæðinu en á Haiti er starfandi Lions klúbbur með um 80 meðlimum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Gísli Rafn Ólafsson, einn af stjórnendum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, tók við gjöfinni frá þeim Guðmundi Oddgeirssyni og Kristni Hannessyni, umdæmisstjórum Lions á Íslandi og Guðrúnu Yngvadóttur, fjölumdæmisstjóra. Myndin er tekin við það tilefni.