Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lions blæs til vorhátíðar á Suðurnesjum
Þriðjudagur 5. apríl 2005 kl. 12:07

Lions blæs til vorhátíðar á Suðurnesjum

Vorhátíð Lions á Suðurnesjum verður haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði laugardaginn 9. apríl.  Að þessari hátíð standa allir klúbbarnir á Suðurnesjum, húsið verður opnað kl. 19:00 Veislustjóri verður Ólafur Ó. Thordersen.  Matur og veisluþjónusta frá HH veitingum.  Óli Lækur og Siggi í Báru sjá um sönginn, þá mun hljómsveitin Grænir vinir leika fyrir dansi.
Allir núverandi og fyrrverandi Lionsfélagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti.  Miðaverð er kr. 3500.-
Nánari upplýsingar fást í síma 897 – 7820.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024