Lions blæs til vorhátíðar á Suðurnesjum
Vorhátíð Lions á Suðurnesjum verður haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði laugardaginn 9. apríl. Að þessari hátíð standa allir klúbbarnir á Suðurnesjum, húsið verður opnað kl. 19:00 Veislustjóri verður Ólafur Ó. Thordersen. Matur og veisluþjónusta frá HH veitingum. Óli Lækur og Siggi í Báru sjá um sönginn, þá mun hljómsveitin Grænir vinir leika fyrir dansi.Allir núverandi og fyrrverandi Lionsfélagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Miðaverð er kr. 3500.-
Nánari upplýsingar fást í síma 897 – 7820.






