Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionessur styrktu kaup á lestæki fyrir blindan nemanda
Michalina Sandra Hirsz ásamt þeim Áslaugu Bergsteinsdóttur og Þorbjörgu Hermannsdóttur frá Lionessuklúbbi Keflavíkur. Með þeim á myndinni eru Svala Reynisdóttir, stuðningsfulltrúi og Helena Rut Borgarsdóttir, sérkennari.
Mánudagur 26. desember 2016 kl. 06:00

Lionessur styrktu kaup á lestæki fyrir blindan nemanda

- Mun skipta sköpum fyrir nám nemandans, að sögn sérkennara

Lionessur í Keflavík styrktu á dögunum kaup á lestæki fyrir blindan nemanda í Myllubakkaskóla. Lestækið samanstendur af skjá, myndavél og vinnuborði. Það sem skoða á er lagt á vinnuboðið og myndavélin varpar því á skjáinn. Hægt er að stjórna því hversu mikið myndefnið er stækkað og skerpa línur eða myndir. Einnig er hægt að skipta um liti, hægt er að velja að hafa í lit eða svarthvítt og að velja ýmsa liti á bókstafi og bakgrunni. Vinnuborðið er á sleða sem hægt er að færa bæði lóðrétt og lárétt eftir því hvar nemandinn er staddur í bókinni sem verið er að vinna með, þannig þarf sem minnst að færa bókina til.

Að sögn Helenu Rutar Borgarsdóttur, sérkennara við Myllubakkaskóla, mun lestækið skipta sköpum í námi Michalínu Söndru Hirsz, sem er blind. Með tækinu mun hún geta tekið þátt í því sem fram fer í skólastofunni, geta unnið í skólabókum sínum, séð hvað kennari er að gera uppi á töflu og hvað nemendur eru að gera inni í skólastofunni. Tækið er á hjólaborði svo auðvelt er að ferðast með það á milli stofa.
Hægt er að nota tækið við lestur og skrift en einnig ýmislegt fleira eins og að skoða myndir eða gera handavinnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024