Lionessur styrkja teymi fyrir börn í geð- og sálarlegum vanda
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur sett saman teymi til að aðstoða börn sem eiga í geð- og sálarlegum vanda og fjölskyldur þeirra. Þetta teymi gengur undir nafninu GOSA ráðgjöf, geð- og sálfélagsleg aðstoð barna og fjölskyldna þeirra og er samvinnuverkefni HSS, félagsþjónustu Reykjanebæjar og Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. GOSA ráðgjöf býður upp á þjónustu fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum.
Teymið fékk góða gjöf í dag þar sem Lionessur í Keflavík komu færandi hendi og afhentu forsvarsmönnum verkefnisins styrk að upphæð 200.000 kr. Þær Áslaug Hilmarsdóttir og Ingibjörg Elíasdóttir afhentu styrkinn fyrir hönd Lionessa, sem gefa árlega um eina milljón króna til góðra málefna. Fjármunanna afla þær með sölu sælgætiskransa um jólin og fer allur ágóði af sölunni til góðgerðarmála. Þess má auk þess geta að Lionessur í Keflavík er eini Lionessuklúbburinn sem enn er við lýði á landinu.
Starf GOSA ráðgjafar miðar að því að vinna sem allra fyrst á geðrænum og félagslegum vandamálum barna og sögðu aðstandendur verkefnisins að þörfin fyrir þessa þjónustu væri greinilega mikil. Frá því að GOSA hóf starfsemi sína í janúar hafa þeim borist 17 beiðnir. Sá hátturinn er hafður á að skriflegar tilvísanir berist frá læknum eða hjúkrunarfræðingum á HSS til að nálgast ráðgjöfina.
GOSA ráðgjöf samanstendur af þremur fagaðilum, sálfræðingi, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa og er ætluð börnum á aldrinum 0-10 ára með sérstakri áherslu á börn að tveggja ára.
Markmið með ráðgjöfinni er að grípa inn í á fyrstu stigum sálfélagslegs vanda til að koma í veg fyrir erfiðleika síðar meir sem geta m.a. birst í ýmsum erfiðleikum og hegðunarvanda. Þar er boðið upp á einstaklingsmeðferð, fjölskyldumeðferð, ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Aðstandendur GOSA sögðu að styrkurinn ætti eftir að koma sér mjög vel, enda þyrfti að kaupa ýmis tæki og búnað, m.a. hugbúnað sem notaður er til að fylgjast með framvindu barna sem eru í umsjá teymisins.
Teymið fékk góða gjöf í dag þar sem Lionessur í Keflavík komu færandi hendi og afhentu forsvarsmönnum verkefnisins styrk að upphæð 200.000 kr. Þær Áslaug Hilmarsdóttir og Ingibjörg Elíasdóttir afhentu styrkinn fyrir hönd Lionessa, sem gefa árlega um eina milljón króna til góðra málefna. Fjármunanna afla þær með sölu sælgætiskransa um jólin og fer allur ágóði af sölunni til góðgerðarmála. Þess má auk þess geta að Lionessur í Keflavík er eini Lionessuklúbburinn sem enn er við lýði á landinu.
Starf GOSA ráðgjafar miðar að því að vinna sem allra fyrst á geðrænum og félagslegum vandamálum barna og sögðu aðstandendur verkefnisins að þörfin fyrir þessa þjónustu væri greinilega mikil. Frá því að GOSA hóf starfsemi sína í janúar hafa þeim borist 17 beiðnir. Sá hátturinn er hafður á að skriflegar tilvísanir berist frá læknum eða hjúkrunarfræðingum á HSS til að nálgast ráðgjöfina.
GOSA ráðgjöf samanstendur af þremur fagaðilum, sálfræðingi, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa og er ætluð börnum á aldrinum 0-10 ára með sérstakri áherslu á börn að tveggja ára.
Markmið með ráðgjöfinni er að grípa inn í á fyrstu stigum sálfélagslegs vanda til að koma í veg fyrir erfiðleika síðar meir sem geta m.a. birst í ýmsum erfiðleikum og hegðunarvanda. Þar er boðið upp á einstaklingsmeðferð, fjölskyldumeðferð, ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Aðstandendur GOSA sögðu að styrkurinn ætti eftir að koma sér mjög vel, enda þyrfti að kaupa ýmis tæki og búnað, m.a. hugbúnað sem notaður er til að fylgjast með framvindu barna sem eru í umsjá teymisins.