Lionessur gáfu nýjan hjólastól
Lionessur komu færandi hendi í dag þegar þær færðu Dagvist aldraða hjólastól að gjöf. Hjólastólinn er af vönduðustu gerð, léttur og meðfærilegur og kostar um 130 þúsund krónir. Að sögn mun hann koma að góðum notum, gjöfin er hluti afraksturs af fjáröflunarstarfi Lionsessa til líknarmála hér á svæðinu.
Á myndinni eru þær Áslaug Hilmarsdóttir og Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Lionessur og Jónína Skarphéðinsdóttir við Dagvist aldraða, þegar stóllin var afhentur í dag.
VF-mynd: Ellert Grétarsson.
Á myndinni eru þær Áslaug Hilmarsdóttir og Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Lionessur og Jónína Skarphéðinsdóttir við Dagvist aldraða, þegar stóllin var afhentur í dag.
VF-mynd: Ellert Grétarsson.