Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionessur afhentu Velferðarsjóði rausnarlegan styrk
Elín Guðnadóttir og Gunnþórunn Gunnarsdóttir, fyrir hönd líknarsjóðs Lionessuklúbbsins, afhenda Þórunni Þórisdóttur, umsjónarmanni Velferðarsjóðsins, gjafabréfið.
Miðvikudagur 10. janúar 2018 kl. 05:00

Lionessur afhentu Velferðarsjóði rausnarlegan styrk

Lionessuklúbbur Keflavíkur styrkti Velferðarsjóð Keflavíkurkirkju fyrir jólin um 400 þúsund krónur, en árlega selja Lionessur sælgætiskransa og rennur ágóðinn  til líknarmála.

„Við höfum styrkt Velferðarsjóðinn í mörg ár. Það eru margir sem þurfa á aðstoð að halda og Velferðarsjóðurinn úthlutar til þeirra sem leita til hans. Okkur Lionessum er það mikil ánægja að geta aðstoðað við það,“ segir Gunnþórunn Gunnarsdóttir í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá stofnun klúbbsins hafa Lionessur styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu. Lionessuklúbbur Keflavíkur er eini Lionessuklúbbur landsins en hann er hluti af Lionshreyfingunni.