Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Lionessur afhentu Velferðarsjóði rausnarlegan styrk
Elín Guðnadóttir og Gunnþórunn Gunnarsdóttir, fyrir hönd líknarsjóðs Lionessuklúbbsins, afhenda Þórunni Þórisdóttur, umsjónarmanni Velferðarsjóðsins, gjafabréfið.
Miðvikudagur 10. janúar 2018 kl. 05:00

Lionessur afhentu Velferðarsjóði rausnarlegan styrk

Lionessuklúbbur Keflavíkur styrkti Velferðarsjóð Keflavíkurkirkju fyrir jólin um 400 þúsund krónur, en árlega selja Lionessur sælgætiskransa og rennur ágóðinn  til líknarmála.

„Við höfum styrkt Velferðarsjóðinn í mörg ár. Það eru margir sem þurfa á aðstoð að halda og Velferðarsjóðurinn úthlutar til þeirra sem leita til hans. Okkur Lionessum er það mikil ánægja að geta aðstoðað við það,“ segir Gunnþórunn Gunnarsdóttir í samtali við Víkurfréttir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Frá stofnun klúbbsins hafa Lionessur styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu. Lionessuklúbbur Keflavíkur er eini Lionessuklúbbur landsins en hann er hluti af Lionshreyfingunni.