Lindex flýtir opnun í Reykjanesbæ

-Opnar núna um helgina í Krossmóa

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í Reykjanesbæ tveimur vikum fyrr en áætlað var vegna mun betri framgangs í framkvæmdum en áætlað hafði verið. Ný verslun Lindex í Reykjanesbæ opnar nú á laugardaginn, 29. júlí kl. 12.

Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex. „Við erum ótrúlega ánægð að eiga möguleika á að flýta opnun í kjölfarið af því að framkvæmdir gengu framar björtustu vonum. Næstu daga munum við vinna stíft að því að stilla upp versluninni og þannig bjóða einstaka tískuupplifun til viðskiptavina okkar á Suðurnesjum. Við hlökkum mikið til að opna á Suðurnesjunum á laugardaginn kemur,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd og hefur fyrirtækið einsett sér að 80% framleiðslunnar verði framleidd með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020. Auk þess verður 100% af bómull fyrirtækisins framleidd með sjálfbærum hætti fyrir þann tíma.

Þess ber að geta að nýja verslunin verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit dagsins ljós fyrst við opnun í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð. Verslunin mun því veita viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur sem á sér ekki hliðstæðu.
Verslunarmiðstöðin Krossmói var byggð árið 2008 og fjölþætt þjónusta er í húsinu sem hýsir m.a. verslun Nettó, Lyfju apótek og ÁTVR á Suðurnesjum. Húsið er um 10.000 m² og staðsett er í hjarta bæjarins.

Lindex rekur nú fimm verslanir á Íslandi, í Smáralind, tvær verslanir í Kringlunni, Glerártorgi á Akureyri og undirfataverslun á Laugavegi 7.


Beðið eftir opnuninni í Krossmóa.