Linde Gas ekki í uppbyggingu í samræmi við viljayfirlýsingu og umsókn því vísað til bæjarstjórnar
Linde Gas ehf. hefur sótt um byggingarleyfi fyrir fjórum nýjum tönkum á lóðina Heiðarholt 5 í Sveitarfélaginu Vogum, sunnan megin við núverandi tanka. Einnig er sótt um stækkun byggingarreits um 150 fermetra.
Samkvæmt umsókninni er fyrirhugað að reisa gámaskrifstofur með tengigang við núverandi þjónustuhús. Að auki óskar Linde gas eftir afnotum af lóðinni Heiðarholti 3 en fyrirhugað er að nýta lóðina sem geymslusvæði fyrir lárétta tanka. Afgreiðsla skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga er sú að í ljósi þess að fallið hafi verið frá uppbyggingu samkvæmt viljayfirlýsingu við sveitarfélagið telur nefndin réttast að málið fái umfjöllun í bæjarráði/bæjarstjórn áður en niðurstaða nefndarinnar liggi fyrir.
Afgreiðsla bæjarráðs er að bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.