Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lilja vann Icelandair ferðavinning í fyrsta úrdrætti Jólalukku VF
Mánudagur 10. desember 2012 kl. 11:58

Lilja vann Icelandair ferðavinning í fyrsta úrdrætti Jólalukku VF

Lilja Þorsteinsdóttir, Háseylu 32 í Njarðvík hlaut Icelandair ferðavinning til Evrópu í fyrsta úrdrætti í Jólalukku Víkurfrétta. Dregið var úr Jólalukku-miðum sem skilað var í verslunum Nettó og Kaskó. Annar úrdráttur verður næsta laugardag.

Tveir aðrir glæsilegir vinningar í þessum fyrsta úrdrætti af þremur kom í hlut þeirra Jolanta Zdancewicz
Sóltúni 18 Keflavík og Agnieszka Dabrowska, Bjarkardal 28. Þær fengu hvor um sig 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík.

Sextán verslanir og fyrirtæki í Reykjanesbæ eru þátttakendur í Jólalukku VF. Þeir sem versla fyrir 5000 kr. eða meira hjá eftirtöldum aðilum fá skafmiða sem getur innihaldið vinning en 5200 vinningar eru í Jólalukkunni í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessir aðilar eru með í Jólalukku VF í ár:

Nettó, Kaskó, Kóda, K-sport, Gallerí Keflavík, Georg V. Hannah, Skóbúðin, Lyfja, Efnalaugin Vík, Eymundsson, Lyf og heilsa, Krummaskuð, Omnis, SI verslun, Heilsuform og Bílahótel.