Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkur á truflunum á millilandaflugi
Sunnudagur 22. maí 2011 kl. 01:22

Líkur á truflunum á millilandaflugi

Meiri líkur en minni eru nú taldar á því að loka verði Keflavíkurflugvelli á morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. Gosið getur því haft veruleg áhrif á millilandaflug en gert er ráð fyrir að ellefu flugvélar og tvö þúsund farþegar takist á loft í fyrramálið.

Þetta er samkvæmt upplýsingum úr miðstöð almannavarna sem RÚV vitnar til. Flugfélögin hafa þó ekki gefið út að breytingar verði á flugi en þar vonast menn enn til þess að hægt verði að fljúga samkvæmt áætlun.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024