Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkur á því að kvikugangur hafi myndast undir Grindavíkurbæ
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 00:11

Líkur á því að kvikugangur hafi myndast undir Grindavíkurbæ

Af vef Veðurstofu Íslands: Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og í aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga nú síðdegis. Skjálftavirknin hefur færst suður í átt að Grindavíkurbæ. Þetta er byggt á því hvernig skjálftavirknin hefur þróast síðan kl. 18 í dag, ásamt niðurstöðum úr GPS mælingum eru líkur á því að kvikugangur hafi teygt sig undir Grindavíkurbæ.

Í ljósi þessarar niðurstöðu hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi Almannavarna. Hafin er rýming Gríndavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvort og hvar kvika geti náð til yfirborðs. Vísbendingar eru um að talsvert magn kviku sé á hreyfingu á svæði sem liggur frá Sundhnjúkagígum í norðri í átt að Grindavík.

Magn kviku sem um ræðir er umtalsvert meira en sést hefur í stærstu kvikuinnskotunum sem urðu í tengslum við eldgosin við Fagradalsfjall.

Verið er að afla frekari gagna til að reikna líkön sem gefa nákvæmari mynd af kvikuganginum. Á þessar stundu er ekki hægt að segja til um hvenær þeirri vinnu lýkur.