Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkur á stöku skúrum síðdegis
Miðvikudagur 11. júlí 2012 kl. 09:28

Líkur á stöku skúrum síðdegis

Hæg austlæg eða breytileg átt við Faxaflóa, léttskýjað og líkur á stöku skúrum síðdegis. Hiti 11 til 17 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 12 til 16 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðvestlæg átt, 3-8 m/s en 5-10 á annesjum norðaustantil. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum við N- og NA-ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast í innsveitum SV-lands.

Á laugardag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum eða bjartviðri. Áfram hlýtt í veðri.

Á sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað að mestu og dálítil rigning með köflum A-lands. Hiti á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast í innsveitum suðvestantil á landinu.

Á mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum og lítilsháttar væta S-lands, en léttskýjað að mestu inn til landsins. Hlýtt í veðri.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024