Líkur á snjómuggu í dag
Samkvæmt veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið gætum við fegnið smá sýnishorn af jólasnjó í dag en spáð er norðaustan 8-13 m/s og dálítilli snjókoma syðst. Varla verður þetta meira en snjómugga en þó allavega betra en engin snjór, gætu þau sagt sem finnst það sannarlega til stemmningsauka að sjá nokkur snjókorn falla til jarðar.
Í kvöld og á morgun verður hins vegar léttskýjað með frosti á bilinu 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Heldur minna frost á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og líkur á dálítilli snjókomu um tíma í dag. Léttir til í kvöld. Heldur hvassari á morgun. Frost 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag (jóladagur):
Norðaustlæg átt, 10-15 m/s og snjókoma eða él NV-til, en annars hægari og úrkomulítið. Hvessir heldur við S- og A-ströndina um og upp úr hádegi með líkum á dálítilli snjókomu eða slyddu. Dregur úr frosti, einkum við ströndina.
Á laugardag (annar í jólum):
Norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s með éljum, en björtu S- og V-lands. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Hægari norðlæg eða breytileg átt og dálítil él, en áfram bjart veður S- og V-lands. Kólnandi.
--
Ljósmynd/Ellert Grétarsson – Það verður varla svona jólalegt í snjómuggunni sem við fáum kannski í dag ef spáin gengur eftir. Myndin er tekin um síðustu jól í gamla bæjarhlutanum í Keflavík.