Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Líkur á slyddu eða rigningu síðdegis
Miðvikudagur 2. nóvember 2005 kl. 09:43

Líkur á slyddu eða rigningu síðdegis

Í morgun kl. 6 var norðlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil rigning suðaustanlands. Vægt frost var víða um land, en frostlaust allra syðst.

Yfirlit: Við suðurströnd landsins er dálítið lægðardrag sem hreyfist lítið og á suðvestanverðu Grænlandshafi er 990 mb lægð sem þokast A og grynnist. Langt suður í hafi er allvíðattumikil 970 mb lægð sem hreyfist NNA og verður hún milli Færeyja og Skotlands síðdegis á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en austlægari og dálítil rigning eða slydda suðaustanlands og sums staðar vestanlands undir kvöld. Víða dálítil snjókoma eða él á morgun, en úrkomulítið vestan til. Víða vægt frost, en hiti 0 til 5 stig sunnanlands að deginum.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en líkur á slyddu eða rigningu síðdegis. Hvessir á morgun. Hiti kringum frostmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024