Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkur á skúrum í dag og allt upp í 16 stiga hiti
Fimmtudagur 29. júní 2006 kl. 10:25

Líkur á skúrum í dag og allt upp í 16 stiga hiti

Klukkan 6 var austlæg átt, 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld á norðanverðu landinu, en skúrir syðra. Hiti var 7 til 13 stig, hlýjast á Tröllaskaga.

 

Yfirlit
Um 500 km suðsuðvestur af Reykjanesi er 987 mb lægð, sem þokast norðaustur. Yfirlit gert 29.06.2006 kl. 10:07

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austan 8-13 m/s og dálítil rigning norðanlands, en suðaustan 5-8 og skúrir sunnan til. Léttir til á Norður- og Austurlandi síðdegis. Austan 8-13 og fer að rigna sunnanlands á morgun. Hiti 11 til 18 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 5-10 m/s í dag en austlægari á morgun. Skúrir. Hiti 11 til 16 stig.

Mynd: svona var veðrið á Suð-Vesturhorninu í morgun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024