VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Líkur á kvikuhlaupi og eldgosi fari að aukast nær mánaðamótum
Frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni sem hófst í nóvember 2024. Þarna sést í orkuverið i Svartsengi á milli fjallanna. VF/Ísak
Fimmtudagur 16. janúar 2025 kl. 06:02

Líkur á kvikuhlaupi og eldgosi fari að aukast nær mánaðamótum

Aflögunargögn sýna að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Ef kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða munu 12 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi í lok janúar eða byrjun febrúar. Þá er talið, skv. líkanreikningum, að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi fari að aukast, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Líkönin byggja á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma en litlar breytingar á því innflæði geta haft áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss.

Eins og síðustu vikur hefur verið lítil jarðskjálftavirkni í kringum Svartsengi. Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og hafa engar breytingar verið gerðar. Það gildir til 28. janúar, að öllu óbreyttu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25