Líklegt að þotur hafi rofið hljóðmúrinn
Nokkrum sinnum hefur verið haft samband við Jarðeðlissvið Veðurstofunnar og spurst fyrir um skjálfta sem fundust um kl 10:33 í morgun. Hringd var frá Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu. Bylgjurnar komu fram á skjálftamælum en fara mun hægar yfir en jarðskjálftabylgjur og því verður að teljast líklegast að þotur hafi rofið hljóðmúrinn með tilheyrandi hávaða og titringi þegar bylgjurnar lenda á byggingum. Vísir.is greinir frá.Þetta gerist annað slagið sérstaklega í köldu veðri og stillum eins og er í dag. Við þær aðstæður berast hljóðbylgjurnar lengra en ella, segir í tilkynningu frá Vigfúsi Eyjólfssyni, jarðfræðingi við Jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands.