Líkfundur við smábátahöfnina í Gróf
Lík fannst í fjörunni nærri skessuhellinum í smábátahöfninni í Gróf uppúr hádegi í gær. Mikill viðnúnaður var hjá viðbragðsaðilum vegna þess en fólk í Reykjanesbæ veitti athygli fjölda lögreglubíla, sjúkrabíla og tækja frá björgunarsveit á staðnum.
Aðgerðin við smábátahöfnina tók um tvær klukkustundir en björgunarsveitarfólk leitaði einnig í sjónum undir berginu.
Málið er rannsakað sem mannslát en nánari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um rannsóknina.
Leitað í sjónum við bergið.