Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkfundur við Selatanga austan Grindavíkur
Franska skútan sem saknað er.
Fimmtudagur 27. október 2016 kl. 16:10

Líkfundur við Selatanga austan Grindavíkur

Um níuleytið í gærmorgun fundust líkamsleifar í fjörunni við Selatanga austan við Grindavík sem og brak af skútu. Þetta staðfestir fulltrúi lögreglunnar í Reykjanesbæ í samtali við dv.is . DV segir jafnframt að líkur eru á að þar sé fundinn hinn 63 ára gamli Joseph Le Goff, sem lagði af stað frá Portúgal til Azoreyja, þann 7. júlí síðastliðinn. Áætlað var að siglingin tæki rúma viku en ekkert hefur spurst til Josephs síðan, eins og DV greindi frá í gær.

Samkvæmt heimildum DV var líkið illa farið, en fyrst fundu björgunarsveitarmenn útlim af manni í fjörunni . Skammt frá fannst síðan brak úr skútu.

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, staðfestir í samtali við DV að Landhelgisgæslan hafi óskað eftir aðstoð sveitarinnar í gærmorgun til að ganga fjörur í leit að braki úr skútunni. Hópur björgunarsveitarmanna fann brak úr skútunni og lík í fjöruborðinu við Selatanga eftir korters göngu.

Þegar mest var voru 30 björgunarsveitarmenn á vettvangi sem og fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Suðurnesjunum.

Nánar hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024