Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkfundur neðan Ægisgötu
Föstudagur 12. október 2012 kl. 15:02

Líkfundur neðan Ægisgötu

Tilkynnt var um lík í grjótgarði neðan Ægisgötu í Keflavík í morgun. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna málsins en fjölmennt lögreglulið var að störfum á vettvangi fyrir hádegi. Notast var við körfubíl Brunavarna Suðurnesja til að ná líkinu úr grjótgarðinum en aðstæður á vettvangi voru erfiðar.

Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af rannsókn málsins en tilkynningar er að vænta frá lögreglu innan stundar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi í hádeginu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglumenn leituðu muna á vettvangi líkfundarins.

Lögreglumenn við vettvangsleit á Vatnsnesi í hádeginu í dag.

Notast var við körfubíl slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja til að ná líkinu úr grjótgarðinum en aðstæður á vettvangi voru erfiðar.