Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 2. júlí 2001 kl. 16:45

Líkamsræktarstöð innréttuð í Rockville

Uppbyggingarstarfið í Rockville heldur áfram jafnt og þétt. Nú er verið að vinna við íþróttahúsið á svæðinu. Þar hefur verið innréttuð líkamsræktarstöð með öllum helstu líkamsræktartækjum sem voru smíðuð af aðila í Byrginu. Ýmis verk er nauðsynlegt að framkvæma áður en hægt verður að taka húsið í nokun. Iðnaðarmenn innan slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ætla að koma á svæðið til að fræsa gólf í stærri salnum, slípa parketið og leggja það síðan aftur. Verkið munu þeir vinna í sjálfboðavinnu.
Búið er að setja stóran glugga á eina hlið salarins, grafa skurð kringum húsið og koma þar fyrir drenlögn til að veita vatni burt frá húsinu. Um er að ræða ca 150 fermetra gólfflöt sem búin verður fullkomnum tækjabúnaði til æfinga af margvíslegum toga. Þessi aðstaða er ætluð fólki á staðnum og öðrum sem áhuga hafa á að halda líkama sínum, musteri heilags anda, í góðu formi.

Tveir nýir íbúðarskálar
Nýlega voru tveir íbúðarskálar til viðbótar teknir í notkun. Annar skálinn getur hýst sex manneskjur, hinn níu til tíu manns. Og af reynslu verður þess stutt að bíða að þessi aukning á plássi verði fullnýtt. Neyðin er til staðar í samfélaginu og þörfin fyrir hjálp sömuleiðis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024