Líkamsárás til rannsóknar
Ekki hefur enn verið gefin út ákæra á hendur manni þeim sem á dögunum var kærður fyrir líkamsárás á 15 ára pilt, sem maðurinn taldi að hefði sprengt heimatilbúna sprengju við glugga á heimili hans. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum er málið enn til rannsóknar.
Samkvæmt frásögn piltsins í Blaðinu átti maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, að hafa beitt drenginn hörku þar sem hann reif hann upp í bíl og ók með hann á brott til lögreglustöðvar til að tilkynna atburðinn. Þá kemur fram að samkvæmt áverkavottorði hafi drengurinn hlotið áverka á hálsi og í andliti.
Samkvæmt frásögn piltsins í Blaðinu átti maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, að hafa beitt drenginn hörku þar sem hann reif hann upp í bíl og ók með hann á brott til lögreglustöðvar til að tilkynna atburðinn. Þá kemur fram að samkvæmt áverkavottorði hafi drengurinn hlotið áverka á hálsi og í andliti.