Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líkamsárás á skemmtistað
Sunnudagur 6. janúar 2008 kl. 11:34

Líkamsárás á skemmtistað

Einn maður var handtekinn og færður í fangaklefa grunaður um líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni fékk skurð á höfuð og þurfti að sauma í hann 12 spor. Árásarmaðurinn var ölvaður og verður tekin af honum skýrsla þegar áfengisvíman er runnin af honum.

Þá var fernt handtekið við húsleit í Reykjanesbæ en þar fundust ætluð fíkniefni. Fólkið sem allt er um tvítugt var látið laust eftir skýrslutökur.

 

Loks var maður handtekinn grunaður um að hafa sprengt skoteldatertu mjög nálægt fjölbýlishúsi þannig að eldglæringar stóðu úr tertunni og á húsið. Auk þess er maðurinn grunaður um að hafa ógnað manni með hnífi. Hann var vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrslur í fyrramálið.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024