Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lífsreynslusögur í Tímariti Víkurfrétta í kvöld
Fimmtudagur 10. apríl 2003 kl. 09:46

Lífsreynslusögur í Tímariti Víkurfrétta í kvöld

Í Tímariti Víkurfrétta sem kemur út í kvöld eru ítarleg viðtöl við skipbrotsmenn af Bergþóri KE 5 sem fórst út af Garðskaga þann 8. janúar árið 1988. Með bátnum fórust tveir menn. Einar Magnússon skipstjóri á Ósk KE 5 lýsir því þegar hann missti takið á Magnúsi föður sínum þegar brot reið yfir bátinn:„Ég hélt í axlirnar á pabba og reyndi að toga hann upp. Ég beitti öllum mínum kröftum en pabbi var stór maður og orðinn mjög máttfarinn eftir að hafa staðið í brúnni við að reyna að ná bátnum upp“

Myndin: Gunnar Magnússon og Einar Magnússon (í brúnni) eru báðir í viðtölum í Tímariti Víkurfrétta sem kemur út í kvöld. Myndin er tekin í róðri með Ósk KE um síðustu helgi. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024