Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lífsmark á fasteignamarkaði í Reykjanesbæ
Laugardagur 7. mars 2009 kl. 10:34

Lífsmark á fasteignamarkaði í Reykjanesbæ



25 fasteignakaupsamningum var þinglýst í Reykjanesbæ í febrúar síðastliðnum. Á sama tíma var einungis 14 samningum þinglýst á Akureyri, 11 á Árborgrsvæðinu og 5 á Akranesi. Á höfuðborgarsvæðinu var 145 samningum þinglýst.

Af þessum samningum í Reykjanesbæ voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 472 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,9 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til samanburðar var 49 kaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í sama mánuði fyrir ári.

Þetta kemur fram í gögnum frá Fasteignaskrá Íslands.
---

Mynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Reykjanesbæ