Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. desember 1999 kl. 22:18

LÍFSHÆTTULEGA SLÖSUÐ EFTIR ELDSVOÐA

Kona á miðjum aldri brenndist illa á heimili sínu í Keflavík síðdegis á Þorláksmessu. Sonur konunnar tilkynnti slysið til Neyðarlínunnar og lögregla, slökkvilið og sjúkrabifreið fór undireins á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en upptök eldsins voru í hjónarúmi þar sem konan lá sofandi. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsli konunnnar voru talin það alvarleg að hún var flutt í skyndingu á Landsspítalann í Reykjavík. Konan brenndist illa á andliti, höndum og baki og fékk alvarlega reykeitrun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024