Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 21:36

LIFRIN ER GÓÐ

Það hefur færst í vöxt að sjómenn safni lifur fyrir lýsisbræðslur í landi. Lifrin er góð búbót og aukakrónurnar eru vel þegnar. Þegar Þorkell Árnason GK frá Garði kom í land í Sandgerði um síðustu helgi með um tvö tonn af þorski féllu jafnframt til rúm hundrað kíló af lifur. Hér er það Hans Wium Bragason sem losar lifur í sérstakt lokað ker frá lýsisbræðslunni. VF-tölvumynd: hbb
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024