Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lifnar yfir Keflavíkurhöfn
Þriðjudagur 11. september 2007 kl. 09:50

Lifnar yfir Keflavíkurhöfn

Það lifnar yfir Keflavíkurhöfn á haustin. Í staðinn fyrir smiði, sem síðustu misseri hafa byggt þrjú háhýsi á hafnarsvæðinu, eru dragnótabátarnir með allan sinn mannskap mættir í fjörið. Veiðar í dragnót hefjast 1. september ár hvert í Bugtinni, sem er veiðisvæði í Faxaflóa. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar landað var úr Sigga Bjarna GK í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndinni er ásýndin önnur við höfnina, en á myndinni má sjá tvö háhýsi við höfnina, sem gárungarnir hafa kallað saltstaukana.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024