LÍFLEGUR FASTEIGNAMARKAÐUR Á SUÐURNESJUM:
Aukin eftirspurn eftir eignum á SuðurnesjumUppsveifla á fasteignamarkaðiMikill skortur er á öllum tegundum eigna á skrá hjá fasteignasölum á Suðurnesjum. Einnig er fyrirséður skortur á byggingarlóðum á vorumánuðum. Fasteignaverð og leiguverð hefur hækkað töluvert á undanförnum misserum.Aukin eftirspurn eftir eignum á öllum SuðurnesjumFasteignasalar á Suðurnesjum eru sammála um að mikil hreyfing sé á fasteignamarkaðinum um þessar mundir. Það vantar fleiri eignir á söluskrá og mikil eftirspurn er eftir flestum gerðum af húsnæði, hvort sem það eru 3 herbergja íbúðir, raðhús, góðar hæðir eða einbýli, en dýrari eignir eru erfiðari í sölu. Vegna aukinnar eftirspurnar hafa fasteignir hækkað í verði. Eignir í Keflavík og Njarðvík eru enn vinsælastar en þó hefur verið töluverð eftirspurn eftir eignum í Vogum, Höfnum, Sandgerði og Garði. Jón Gunnarsson hjá Fasteignasölunni sagði að þó að eignir í I-Njarðvík og Höfnum væri erfiðari í sölu þá væri alltaf einhver hreyfing á þeim og að fólk af Stór-Reykjavíkursvæðinu sýndi eignum á þessum stöðum þó nokkurn áhuga. Auðvelt að fá lán til húsnæðiskaupa„Þróunin er sú að fólk fer beint í stærri og betri íbúðir en áður. Ungir húskaupendur virðast sleppa fyrsta þrepinu, þ.e. að byrja í minni og eldri íbúðum. Ég tel ástæðuna vera að aðgangur að lánsfjármagni er mun auðveldari en áður. Nú getur fólk fengið lán fyrir 70% af kaupverði og oft grípa bankarnir inní og lána 30% sem á vantar”, sagði Sigurður Ragnarsson hjá Eignamiðlun Suðurnesja.Skortur á byggingarlóðum fyrirséðurSigurður sagð jafnframt að mikil stemming væri hjá barnafólki, fyrir svæðinu sem Heiðarskóli þjónar: „Það er mikil hreyfing á nýbyggingum á Sjafnarvöllum sem ég sé um að selja”, og Jón tók í sama streng og sagði að hann væri farinn að fá fyrirspurnir um verðandi parhús á Ægisvöllum. Jón annast líka sölu á fjölbýlishúsi sem er byrjað að reisa á horni Túngötu og Aðalgötu. „Ég er búinn að lofa einum 10 íbúðum en er ekki búin að ganga frá sölunni. Þetta eru góðar 4 herbergja íbúðir á þremur efstu hæðunum, allar fullbúnir en án gólfefna.” Guðlaugur H. Guðlaugsson hjá Fasteignasölunni Stuðlabergi sagði að það væri allt of lítið byggt miðað við eftirspurn og það sárvantaði lóðir og Sigurður sagði að þessi lóðaskortur yrði vandamál á vormánuðum ef ekki yrði gripið til neinna ráðstafana á næstunni.Leiguverð hækkarLeigumarkaðurinn er mjög erfiður um þessar mundir og leiguverð hefur hækkað um 10% frá því á síðasta ári. „Þegar skortur er á leiguhúsnæði, eins og núna, fer fólk frekar út í að kaupa”, sagði Guðlaugur. Vöntunin er mest á þriggja herbergja íbúðum því meirihluti þeirra sem eru að leita sér að leiguhúsnæði eru ung pör. En það er einnig þó nokkuð um að fólk utanaf landi vanti leiguhúsnæði. „Þetta er oft fólk sem flytur suður og ætlunin er að setjast að í Reykjavík, en verðsprengingin á fasteigna- og leigumarkaðinum þar, hefur gert það að verkum að það kemur frekar hingað á Reykjanesskagann. Oft er þetta fólk sem á eignir en getur ekki selt þær”, sagði Sigurður V. Ragnarsson að endingu.