Líflegri fasteignamarkaður í Reykjanesbæ
Fasteignamarkaður í Reykjanesbæ var með líflegra móti í janúar, samanborið við Akureyri, Árborgarsvæðið og Akranes. Alls var 19 kaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í mánuðinum. Fjórtán samningum var þinglýst á Akureyri, átta á Árborgarsvæðinu og fimm á Akranesi.
Í Reykjanesbæ voru níu samningar um eignir í fjölbýli, sex samningar um eignir í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 487 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,6 milljónir króna
Eins og vænta má er mikill samdráttur í fasteignasölu milli ára. Í janúar 2008 var 54 kaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ samanborið við 19 samninga nú.
--
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Reykjanesbær