Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líflegra á fasteignamarkaði milli ára
Þriðjudagur 7. september 2010 kl. 08:23

Líflegra á fasteignamarkaði milli ára


Alls var fjórtán fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í ágúst síðastliðnum. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli, fimm samningar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 398 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,4 milljónir króna. Þetta er sami fjöldi samninga og í mánuðinum á undan. Í samanburði við ágúst 2009 fjölgar samningum milli ára úr sex í fjórtán, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Fasteignamarkaðurinn er því heldur líflegri nú.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024