Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líflegar umræður á íbúafundi um ferðamál
Miðvikudagur 20. febrúar 2019 kl. 11:41

Líflegar umræður á íbúafundi um ferðamál

Íbúafundur um ferðamál sem fór fram í Vogum í gærkvöldi var vel sóttur. Þar mættu fulltrúar frá Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Unesco Global Geopark og kynntu starfsemi sína fyrir bæjarbúum. 
 
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri tók einnig til máls á fundinum en hann talaði um mikla möguleika sveitafélagsins í náinni framtíð, sér í lagi hvað varðar staðsetningu Voga en búist er við talsverðri íbúafjölgun og miklum uppgangi í bænum á næstu misserum. 
 
Gestir fundarins tóku virkan þátt í spjalli í lok erinda og sköpuðust líflegar umræður.
 
Ferðamál eru heimafólki greinilega hugleikin því sjá mátti á fundinum að fólk úr öðrum sveitafélögum á Suðurnesjum gerði sér ferð í Vogana til þess að kynna sér málin og leggja orð í belg.
 
Samskonar fundir fara fram í Grindavík og Reykjanesbæ í dag en upplýsingar um þá má nálgast hér.
 
Fundinum var streymt á vef Voga TV en hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024